- 20 stk.
- 21.06.2011
Ekið var að bænum Hrauni í Öxnadal. Þar tók á móti okkur Bjarni Guðleifsson sem var fararsjóri í þessari ferð. Gengið var í stofu i Hrauni þar sem Bjarni fræddi okkur um Jónas Hallgrímsson sem fæddist hér, og engin var að flýta sér þvi þoka var á fjöllum. Gengið var af stað og við og við stoppað og Bjarni las úr ljóðum Jónasar eða sagði frá náttúrufræðingnum Jónasi Hallgrímssyni. Ekki gaf á Hallok í þetta skiptið en gengið var um Draugadal í þoku síðan niður Kisubrekkur og heim að Hrauni. Frímann Guðmundsson á texta og myndir.