- 23 stk.
- 09.05.2011
Gangan hófst við Fornhaga í Hörgárdal. Gengið var meðfram árgili Ytri-Tunguár og notið fegurðar þess. Þegar komið var inn í Þorvaldsdalinn var farið yfir Lambána á snjó og genginn Úlfárhryggur upp á Illagilsfjall. Á fjallsöxlinni var komið upp í þoku, gengið síðan á samfelldum snjó yfir hábungu Illagilsfjalls og norður á hrygginn að Nautárhnjúk þar sem snúið var við þegar við áttum eftir um 1.5, km á hnjúkinn og skyggni mjög lítið. Haldið var sömu leið til baka og komum að Fornhaga eftir um 8 tíma ferð. Fararstjóri og myndasmiður Grétar Grímsson.