- 16 stk.
- 20.11.2011
Það var fámennur hópur sem mætti til gönguferðar laugardaginn 19. nóvember 2011. Þoka var yfir bænum og útlitið við fyrstu sýn þannig að e.t.v.hefði verið betra að breiða upp fyrir haus og halda áfram að sofa. Ekki var fastmótað hvert fara skyldi en ákveðið að halda inn í fjörð. Bjartara var austanmegin og fljótlega ákveðið að ganga á Uppsalahnjúk. Gengið var frá Freyvangi og fljótlega vorum við komnir upp úr þokunni í sól og sumaryl, í magnað útsýni sem átti bara eftir að batna. Frábær ferð.