- 9 stk.
- 14.02.2010
FFA efndi til árlegrar þorrablótsferðar í Botna við Suðurárbotna helgina 13.-14. feb. 2010. Ekið var í Svartárkot og gengið þaðan upp með Suðurá í Botna. Snjólítið var og skíðin því skilin eftir heima. Hópurinn átti ágætt kvöld í Botna við söng, upplestur, leikflutning og stjörnuskoðun, að mat og drykk ógleymdum. Suðvestan gola var á laugardaginn og fram eftir morgni á sunnudeginum en snerist í norðanátt undir lok ferðarinnar. Þátttakendur voru alls 7, fararstjóri og myndasmiður: Ingvar Teitsson.