- 51 stk.
- 24.07.2010
FFA efndi til ferðar á Öskjuveginn 16.-20. júlí. Ekið var að Drekagili á föstudagskvöldið og í leiðinni var farið í stutta skoðunarferð um Herðubreiðarlindir. Laugardaginn 17. júlí var lágskýjað en þurrt. Þá var farið að Svartá við Vaðöldu, í Nautagil og Drekagil og einnig gengið inn í Öskju að Víti og Knebelsvörðu. Sunnudaginn 18. júlí var gengið frá Öskjuopi yfir Jónsskarð í Dyngjufell. Þá birti til og var frábært veður það sem eftir var ferðarinnar. Þann 19. júlí var gengið í Suðurárbotna og daginn eftir í Svartárkot. Fararstjóri og myndasmiður: Ingvar Teitsson.