- 16 stk.
- 26.04.2010
Ekið var á tveimur bílum yfir Fljótsheiði og norður Reykjadal. Þaðan beygt upp Hvammana hjá Laxárvirkjun og inn á Kísilvegin þar var annar bíllinn skilinn eftir við afleggjaran upp að Þeisrareykjum. Áfram var farið á hinum bílnum um Mývatnssveit yfir Námaskarð að Klaustri á Mývatnsöræfum, rétt vestan við leiðina niður í Hólmatungur. Klukkan var að verða 9:30 þegar skíðin voru sett undir og gengið norður að Hlíðarhaga og ekki mátti snjórinn vera minni sumstaðar Eftir góða hvíld í Hlíðarhaga var haldið út á Eilífsvötn í góðu skíðafæri. Gengið var upp hlíðina norðan við Hágangnahala norðan Hrútfjallarana. Eftir kaffistopp var gengið norður gjástykki í gegnum apalhraun en sem betur fer var snjórinn nægur til að þræða á milli hraunstrýtanna. Nú var stefnan tekinn á Víti og farið upp Gjástykkisvegginn sem er þarna mjög hár en góð leið upp rétt norðanvið þar sem hann er hæstur. Haldið áfram að Litla-Víti og Stóra-Víti skoðað. Ekki var komið að Þeistareykjum fyrr en um kl 9:30. Það var þreyttur og slæptur hópur sem hlakkaði mikið til að koma í hlýjuna í Þeistareykjaskálanum og gist þar. En þegar inn var komið var skálinn ískaldur og var gasið búið líka? Þvílik vonbrigði. Sem betur fer voru allir með þurr föt og eitthvað var eftir að gasinu. Eftir litla næringu með glamrandi tönnum var farið í öllum fötunum ofan í pokanna. Næsta dag var gengið að Kísilveginum. Þetta er stórkostleg gönguleið og frábært útivistarsvæði sem svíkur engan.