- 6 stk.
- 14.03.2010
Gengið var frá bílastæði efst á Víkurskarði og upp á fjallið, skíðafæri var blautt og vildi klessast neðan í á uppeftirleiðinni.
Þegar upp var komið var skyggni lítið sem ekkert, allt hvítt himinn jörð og haf, en veður stillt og gott. Þrátt fyrir allt var þetta hin skemmtilegasta ferð enda góður hópur á ferð. Fararstjóri: Gunnar Halldórsson, myndasmiður Frímann Guðmundsson.