- 9 stk.
- 21.03.2010
Gengið var upp Vatnahjalla fyrst eftir gamla veginum og svo upp á þann nýja. Veður var milt og gott en í miðri hlíðinni var gengið í gegn um þokubelti. Áð var við Santi Pétur og matast. Síðan var að mestu fylgt varðaðri leið og gengið í gegnum Gullna hliðið. Komið var í Bergland við Urðarvötn um kl. 19:00 eftir um 5 klukkutíma rölt. Notið dvalarinnar um kvöldið og gist. Á sunnudegium var kominn norðan hvessingur með skafrenningi. Þá var farin bein leið að Santi Pétri í gegnum sortann með engu skyggni. Þaðan haldið niður Vatnahjalla og að bílnum.
Fararstjóri og myndasmiður Frímann Guðmundsson