- 16 stk.
- 05.12.2010
FFA efndi til aðventuferðar á slóðir Fjalla-Bensa helgina 4.-5. des. 2010. Þá voru 85 ár liðin frá eftirleitarferðinni sem Gunnar Gunnarsson hafði sem fyrirmynd að skáldsögunni "Aðventu." Ekið var að Péturskirkju og síðan að Sæluhúsinu við Jökulsá á Fjöllum. Síðan var ekið áleiðis í Herðubreiðarlindir og stoppað á leiðinni við Tumba í Miðfelli. Hópurinn gisti í Herðubreiðarlindum í góðu yfirlæti. Morguninn eftir var ekið heimleiðis norður öræfin og heim. Gott veður var á laugardaginn, suðvestan gola og sólskin öðru hvoru. Á sunnudaginn var norðan mugga. Þátttakendur voru 11, fararstjóri og myndasmiður: Ingvar Teitsson.