- 18 stk.
- 16.02.2009
Hin árlega þorrablótsferð FFA í Botna var farin helgina 14.-15. febrúar 2009. Ekið var í Svartárkot og gengið þaðan á skíðum í blíðskaparveðri upp með Suðurá. Hæg suðvestangola var og sólskin á laugardaginn, frost um 6°C. Við áttum skemmtilegt kvöld í Botna við snæðing, söng og upplestur. Í myrkrinu um kvöldið var farið út að horfa á stjörnur og norðurljós sem nutu sín vel þar sem engin útiljós trufluðu. Á sunnudagsmorguninn gengum við til baka í Svartárkot og vorum komin þar um eitt-leytið. Þá höfðum við suðaustangolu í bakið en verður var þurrt og hlýnandi. Þátttakendur voru alls 13. Fararstjóri og myndasmiður: Ingvar Teitsson.