- 10 stk.
- 05.04.2009
Ekið var frá Akureyri að Öxará í Þingeyjarsveit. Við lögðum á fjallið um kl. 10.10. Nægur snjór var en uppi á fjallinu var skel á snjónum og erfitt færi. Við komum upp á Háafell kl. 15.10. Háafell er 918 m y. sjó og hæsta bungan á fjallinu milli Bárðardals og Fnjóskadals. Þar var nærri logn, heiðríkt og afar fallegt útsýni í allar áttir. Við renndum okkur svo austur af fjallinu sömu leið og vorum komin niður í Öxará um kl. 18.10. Þátttakendur voru 9. Fararstjóri og myndasmiður: Ingvar Teitsson