- 22 stk.
- 20.04.2009
Laugardaginn 18. apríl var ákveðið að fara í könnunarleiðangur á leið frá Hlíðarhaga við Eilífsvötn og alla leið til Þeistareykja með viðkomu í Litlavíti og Stóravíti. En fyrst þurfti að komast í Hlíðarhaga. Farið var á tveimur bílum, annar var skilinn eftir á Kísilvegi, á hinum var ekið langleiðina að Jökulsá á fjöllum eða að vegi sem liggur niður með Jökulsánni að vestan. Í þessari ferð voru Anke María Steinke, Vilhjálmur Agnarsson, Margrét Guðmundsdóttir og Frímann Guðmundsson sem var fararstjóri og myndasmiður. En látum myndirnar tala sínu máli.