- 15 stk.
- 28.02.2009
Við vorum sjö ferðafélagarnir sem fórum í Garðsárdalinn. Það var grámi í lofti og virtist ekki mikill snjór er við renndum í hlað í Garðsá. Við gengum sem leið lá upp skurð austan og ofan við veginn inn dalinn og vorum fljótlega komin í góðan snjó. Þá braust sólin í gegn og við gengum í logni og sól. Ferðin var mjög ánægjuleg. Valur Magnússon var leiðsögumaður en Kristín Björnsdóttir myndasmiður.