- 16 stk.
- 17.05.2009
Þann 17. maí var farin hin árlega fuglaskoðunarferð Ferðafélags Akureyrar undir öruggri fararstjórn hins geðþekka Raufarhafnarbúa Jóns Magnússonar. Sérlegur aðstoðarmaður hans var Sverrir Thorsteinsen.
Ágæt þátttaka var í ferðina. Veður var ekki eins ákjósnalegt og að viðvaningar í fuglaskoðun hefðu haldið. En eins og fram kemur á meðfylgjandi myndum var glampandi sól. Samkvæmt því sem þeir félagar sögðu þá njóta litir fuglanna sín ekki eins vel við þessar aðstæður eins og þegar skýjað er. Eina fuglaskoðunarveðrið sem er verra en glampandi sól er rok og rigning.
Alls sáust 18 tegundir fugla í ferðinni og rákumst við bæði á egg silfur- og sílamáfa. Allt að 27 tegundir fugla verpa í Krossanesborgum. Því miður var myndasmiðurinn ekki með vél sem hentar fuglaljósmyndum en lætur nægja að setja inn nokkrar myndir af þátttakendum og umhverfinu.
Áhugaverð slóð um svæðið:
http://www.ust.is/Frodleikur/Fridlystsvaedi/nr/2751