- 12 stk.
- 24.08.2008
Ferðafélag Akureyrar efndi til gönguferðar á Herðubreið þ. 23. ágúst 2008. Ekið var á einkabílum í Herðubreiðarlindir kvöldið áður og gist í Þorsteinsskála. Að morgni 23.08. var ekið að uppgöngunni vestan Herðubreiðar og gengið á fjallið. Gangan upp tók 3 klst. og 15 mín. Á tindinum skiptust á skin og skúrir. Við sáum m.a. Kverkfjöll, Hofsjökul, Kerlingu v. Eyjafjörð, Kinnarfjöll, Smjörfjöll og Dyrfjöll. Alls voru 20 manns í þessum hópi FFA sem gekk á þjóðarfjallið. Fararstjóri og myndasmiður: Ingvar Teitsson.