- 23 stk.
- 05.05.2008
Gengið var frá Svartárkoti á föstudagskvöldið upp með Suðurá og gist í Botna. Á laugardagsmorguninn var farið að upptökum Efstalækjar og gengið þaðan á skíðunum í beina stefnu á suðurenda Bláfjallshala, um 16 km. Þaðan var gengið norður með Bláfjalli að austan, um 9 km, og gist í skála FFH á Heilagsdal. Gangan á laugardaginn tók um 8 klst. Á sunnudaginn var gengið norður úr Heilagsdal, norður yfir Seljahjallagil og norðvestur yfir Garðsbruna að Garði við Mývatn. Logn og bjartvirði var alla helgina og gott skíðafæri. Fararstjóri og myndasmiður: Ingvar Teitsson