- 14 stk.
- 11.08.2008
Þann 9. ágúst 2008 stóð FFA fyrir gönguferð á Bláskógaveg. Þetta er gömul þjóðleið frá Sæluhúsmúla á Reykjaheiði að Undirvegg í Kelduhverfi. Gengið var frá Rauðhól austan Sæluhúsmúla að Undirvegg, um 20 km. Veðrið var frábært, kyrrt og úrkomulaust en skýjað. Þátttakendur voru 13, fararstjóri Sigurgeir Sigurðsson, myndasmiður Ingvar Teitsson.