- 14 stk.
- 14.08.2008
Þann 13. ágúst 2008 voru liðin 100 ár frá því að Dr. Hans Reck og Sigurður Sumarliðason gengu á Herðubreið, fyrstir manna. Ferðafélag Akureyrar og Ferðafélag Íslands efndu til gönguferðar á þjóðarfjallið þann dag í tilefni afmælisins. Ekið var að uppgöngunni vestan Herðubreiðar og gengið þaðan upp á tind á 3 klst. Á tindinum voru til skiptis sólskin og hríðarél. Nokkurt útsýni var til vesturs og norðurs. Ný kassi fyrir gestabók var settur á hátindinn. Í hópnum voru 18 manns, á öllum aldri. Fararstjóri og myndasmiður: Ingvar Teitsson.