- 42 stk.
- 15.08.2008
Heimsókn í fyrrum afskektustu byggð við Norður-Atlantshaf. Lagt var af stað frá Kleifum, gengt Ólafsfjarðarkaupstað þar sem fararstjórinn hefur komið sér upp fallegu húsi ásamt manni sínum, sem er óspart notað sumar sem vetur.
Gengið var eftir góðri götu sem liggur meðfram fjallinu Arnfinni út í Fossdal. Sem er hömrum girtur dalur, forsmekkurinn á því sem koma skal. Eftir smá stopp í Fossdal var haldið á brattann, uppá Hvanndalabjarg.
Þegar upp var komið fór fiðringur um magann, þegar horft var niður í Skötugjá. Enda vorum við stödd á brún Hvanndalabjargs, hæsta standberg við sjó á Íslandi, hér er eins gott að fara varlega.
Fararstjóri: Helga Guðnadóttir
Frímann, Helga og Elín tóku myndirnar.