- 10 stk.
- 13.02.2025
Önnur Góðviðrisgangan: Gimbrarklettur er lítið fjall skammt frá bænum Reykjarhóli á Bökkum í Fljótum. Haldið var inn aflíðandi Engjadalinn og upp bratta sem minnkar jafnt og þétt á leið upp á fjallið. Gimbrarklettur er ekki hátt fjall (390 m) en útsýni mikið vegna þess að hann er stakur.
Komið var við í Haganesvík sem á sér sögu og gengið þar um en þarna var lítið þorp með þjónustu við sveitina og verbúðir í Hraunakrók. Fararstjóri var Una Þórey Sigurðardóttir.