- 9 stk.
- 13.07.2024
Á kosningadaginn 1. júní, lagði 25 manna hópur af stað upp á Staðartunguháls og gekk alla leið að Hrauni í Öxnadal. Veðrið stríddi okkur aðeins, talsverður mótvindur var og rigning á köflum. En gleðin var við völd og hópurinn einstaklega hress og skemmtilegur. Útsýni var nokkurt og leiðin falleg. Það var ljúft að komast í heita sturtu og skunda svo á kjörstað eftir hressandi gönguferð. Fararstjóri var Brynhildur Bjarnadóttir sem sendi okkur myndirnar sem fylgja.