- 22 stk.
- 05.06.2024
Góð þátttaka var í rútuferð um Melrakkasléttu og víðar til að skoða fugla. Komið var við hjá Mývatni-Brekku-Kópaskeri-Núpskötlu-Rauðanúpi-Harðbak-Ásmundarstöðum-Heimskautsgerðinu-Raufarhöfn. Stoppað var á hinum ýmsu stöðum og farið út til að skoða fugla í ,,teleskópum“ og kíkjum. Sumt var skoðað úr bílnum. Þetta var hin skemmtilegasta ferð þó löng væri og sáu þátttakendur 43 fuglategundir. Jón Magnússon og Sverrir Thorstensen voru fararstjórar. Myndirnar sem birtast tóku Sigurgeir Haraldsson, Brynjar Gylfason og Ásta Margrét.