- 20 stk.
- 27.04.2024
Laugardaginn 6. apríl fór 25 manna hópur af stað í skíðagöngu upp á Heljardalsheiði. Ferðin gekk vel og var stoppað í skálanum Helju til að fá sér hressingu. Þá fór að hvessa og dreif hópurinn sig því af stað. Vel gekk til baka þó svo lítið skyggni væri. Allir voru alsælir eftir ferðina. Fararstjóri var Kristján E. Hjartarson. Myndirnar tóku nokkrir þátttakendur og fararstjóri.