- 46 stk.
- 22.04.2016
Sumardagin fyrsta var Gamli-Lambi sóttur inn á Glerárdal. Félagar okkar í Súlum fóru á snjóbíl deginum áður og gerðu slóð en víða var búið að renna í hana og slóðin því rudd aftur. Vel gekk að lyfta þeim Gamla og koma skíðum (vegriðum) undir og var lagt af stað heim kl. 13.00 Allt gekk þetta vel og og Gamli -Lambi kominn til byggða um15:30. Lambi var byggður einhvern tíma upp úr 1960 og stóð fyrst í fjöruborðinu í landi Óss í Hörgárdal, þaðan sem vinirnir Aðalsteinn Valdimarsson, Jón Friðriksson og Baldur Benediktsson reru gjarnan til fiskjar. Síðar var húsið (sem gekk þá gjarnan undir nafninu DAS - Dvalarheimili aldraðra sjóstangaveiðimanna - flutt að Skjaldarvík og notað þar sem verbúð. Í Ferðum FFA 1976 má finna" Aðalsteinn Valdimarsson sem þá hafði tekið sæti í ferðanefnd bauð félaginu til kaups lítinn skúr sem hann og félagar hans áttu út við Skjaldarvík" Boðinu var tekið og húsið flutt á Glerárdal 1975 Nú 41 ári seinna er "skúrinn" kominn til byggða og farinn að láta ansi mikið á sjá og saddur "lífdaga". Nýr Lambi er nú tekinn við vaktinni á Glerárdal og félaginu til sóma. Frá Súlum fóru í þessa ferð Gunnar Garðarsson, Svavar Hannesson, Anton Þórhallsson og Þórhallur Birgisson en frá FFA þeir Hilmar Antonsson, Hjalti Jóhannesson og Ingimar Árnason