- 9 stk.
- 26.01.2014
Smíði Nýja-Lamba var haldið áfram laugardaginn 18. janúar 2014. Þá tókst að mestu að ljúka við klæðningu þaksins. Einnig var negldur þakpappi á hluta þaksins og lektur skrúfaðar utan á skálann. Mánudagskvöldið 20. janúar var síðan lokið við að klæða þakið með tjörupappa. Þar með mátti heita að skálinn væri orðinn regnheldur. Laugardaginn 25. jan. var síðan gengið frá gólfi skálans með krossvið, músaneti, steinull og nótuðum plötum. Einnig var þá sett steinullareinangrun í veggina. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.