- 10 stk.
- 29.06.2014
Laugardaginn 28. júní 2014 endurbyggðu fjórir félagar úr FFA göngubrúna á Fremri-Lambá á Glerárdal á gönguleiðinni fram í Lamba. Brúarbitarnir eru tveir rafmagnsstaurar og kambstálsbitar mynda brúargólfið. Þá er handrið austan á brúnni. Einnig var farið í Lamba og merkingar í nýja skálanum endurbættar. Þá var hellulagt frá nýja skálanum og út á salernið. Loks var grasfræi og tilbúnum áburði sáð í sárin kringum nýja skálann. Sól og blíða var allan daginn en mikill snjór við Fremri-Lambá og þar fyrir innan. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.