- 15 stk.
- 12.01.2014
Dagana 11. og 12. janúar 2014 var haldið áfram að smíða Nýja-Lamba. Lokið var við að smíða einingar í stafna og veggi. Einingarnar voru reistar á undirstöðum skálans og festar tryggilegar saman. Sunnudaginn 12. jan. var unnið við sperruvirki nýja skálans. Einnig var unnið við gólf hússins og lektur undir aluzink klæðningu skrúfaðar utan á veggina. Töluvert hríðaði á okkur þ. 11. jan. en daginn eftir var ágætt smíðaveður, kyrrt og úrkomulaust. Þarna unnu 13 manns meira og minna báða dagana. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.