Fjallahjólanámskeið

Fjallahjólanámskeið hjá FFA haust 2022 - Hjólum lengra

 

Vantar þig félagsskapinn eða hvatann til að prófa nýjar leiðir á fjallahjólinu? Þá gæti Fjallahjólahópur FFA – „Hjólum lengra“ verið eitthvað fyrir þig! Námskeiðið er fimm skipti og er fyrir þá sem vilja hjóla með hóp, fara lengra og kanna ögn óhefðbundnari hjólaleiðir.

Ætlast er til að þátttakendur séu sjálfbjarga með grunnbúnað til fjallahjólreiða, hafi smá reynslu af fjallahjólreiðum og þol til nokkurra klukkustunda ferða á hóflegum hraða. Kannaðar verða fáfarnari fjallahjólaleiðir í nágrenni Akureyrar sem og víðar. Gott utanumhald verður um hópinn og góð upplýsingagjöf í gegnum facebook hóp. Ekki er gert ráð fyrir að fólk sé á rafhjólum.

Eftir námskeiðið ætti fólk að vera tilbúið til að fara í lengri fjallahjólaferðir á eigin vegum eða t.d. með FFA.

Verkefnið hefst 11. ágúst og því lýkur 28. ágúst, alls fimm skipti, þrisvar á fimmtudegi kl. 18 og tvær ferðir um helgar, sjá nánar á hér

Lámarksfjöldi þátttakenda er 12 manns og hámarksfjöldi er 20 manns.

Umsjón með verkefninu hafa Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, Guðrún Elísabet Jakobsdóttir. og Sigfríð Einarsdóttir. Þær eru jafnframt fararstjórar. Fyrirspurnum má beina til þeirra á netföng eða í síma; Unnur unnsteinsdottir@gmail.com sími . Guðrún gejako@visir.is eða í síma 8697088 eða Sigfid 

Verð: 19.000 kr. Innifalið er fararstjórn og leiðsögn og flutningur á hjólum á sérútbúinni kerru í einni ferð.

Lámarksfjöldi þátttakenda er 12 manns og hámarksfjöldi er 20 manns.

Nánari upplýsingar veita:

Unnur Ósk Unnsteinsdóttir á netfanginu unnsteinsdottir@gmail.com eða í síma 869 7088. Guðrún E. Jakobsdóttir á netfanginu gejako@visir.is eða í síma 846 0174.

Sigfríð Einarsdóttir á netfanginu sigfrid@akmennt.is eða í síma 615 0201. Fyrirspurnir er einnig hægt að senda á netfangið formadur@ffa.is

Skráning er hafin og henni lýkur 8. ágúst. Verkefnið hefst svo 11. ágúst.

SKRÁNINGSKRÁNSKRÁNSKRÁN

Stutt myndbandskynning síðan 2021