Fararstjórar

Til baka

Viðar Örn Sigmarsson

Fararstjóri

Viðar er fæddur á Akureyri. Hann er uppalinn víða um land en bjó á Seyðisfirði fyrstu tíu æviár sín og þar hefur hann líklega drukkið í sig náttúru- og útivistaráhugann því leiksvæði barnanna var náttúran, fjöllin og dalirnir.  

Hann þvældist um landið og kom heim aftur um þrítugt og kynntist þá Ragnari Sverrissyni og félögum í hópnum 24x24, í þeim hópi hefur Viðar verið með leiðsögn í um 15 ár. Einnig hefur hann skipulagt nokkra viðburði eins og göngur umhverfis Siglufjörð, umhverfis Svarfaðardal og Skíðadal og fleira. 

Viðar hefur verið fararstjóri hjá FFA í mörg ár. 

Uppáhaldsstaðir: Eru fjallasalir Tröllaskagans.