Guðrún Elísabet Jakobsdóttir
Guðrún er uppalin í Mývatnssveit. Hún er í eðli sínu mikið náttúrubarn en byrjaði ekki að þróa útivist sem áhugamál fyrr en fyrir nokkrum árum og þá aðallega fjalla-hjólreiðar sem hún hefur stundað síðan sumarið 2017 þegar henni var boðið í sína fyrstu „Kvenduroferð“. Eftir það varð ekki aftur snúið og hefur hún hjólað um víðan völl síðan. Einnig er hún byrjuð að prófa sig áfram í skotveiði sem hún hefur þó verið viðloðandi í mörg ár.
Guðrún er menntaður sjúkraliði og starfar sem slíkur á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Uppáhalds staðurinn er Mývatnssveit en þar fyrir utan heilla allir staðir og slóðar. Guðrún er opin og jákvæð fyrir öllu og hlakkar til að vinna með Ferðafélagi Akureyrar. Guðrún byrjaði sem fararstjóri hjá FFA sumarið 2021 og þá með hjólahóp ásamt Unni Ósk Unnsteinsdóttur.