Eyrún Þorfinnsdóttir
Eyrún er fædd og uppalin á Húsavík en hefur búið á Akureyri frá árinu 1998.
Áhugi Eyrúnar á fjallgöngum hófst fljótlega eftir aldamótin 2000 og hefur stigmagnast með hverju árinu og eru göngur í íslenskri náttúru að sumri og vetri nú eitt af hennar helstu áhugamálum ásamt alhliða skíðamennsku á veturna.
Eyrún hefur gengið víða á Íslandi og hefur orðið víðtæka reynslu af slíkri ferðamennsku. Hún hefur farið í þó nokkrar ferðir á vegum Ferðafélags Akureyrar í gegnum árin og hefur meðal annars tekið þátt í „Þaulanum“ árlegum gönguleik FFA frá byrjun ásamt fjölskyldu sinni.
Uppáhalds staður Eyrúnar á Íslandi er Þverárdalur í Öxarfirði og svo þeir staðir sem ferðast er um hverju sinni.
Eyrún starfar sem svæfingahjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hún er eiginmanni sínum, Arnari Bragasyni, til aðstoðar í verkefninu „Gengið inn í haustið með FFA“ haustið 2022.