Tunguheiðarvegur

Tunguheiðarvegur er forn samgönguleið milli héraða og víða má sjá ummerki um fyrri tíma vegagerð. Gangan hefst við Syðri-Tungu á Tjörnesi og gengið austur yfir heiðina og opnast útsýni austur yfir Kelduhverfið. Komið niður að bænum Fjöllum í Kelduhverfi. Vegalengd 16 km. Hækkun 480 m.
Fararstjóri: Sigurgeir Sigurðsson
Verð: kr. 8.000 / kr. 7.500
Innifalið: Fararstjórn og akstur.
Brottför frá FFA kl. 8.00