Toppaferðir fyrir fjallaskíðafólk

Tvær „Toppaferðir“ fyrir fjallaskíðafólk eru fyrirhugaðar eftirfarandi daga: 29. eða 30 maí og/eða 5. eða 6. júní. Hvort af verður fer eftir hvernig viðrar til ferðar: Annað hvort báðar ferðir, önnur eða engin, en allt fer það eftir færð og snjóalögum eins og fjallaskíðafólk þekkir.

Þessar ferðir eru fyrirhugaðar:

KERLING í Eyjafirði

ÚTBURÐARSKÁLARHNJÚKUR

Við hvetjum áhugasama til að skrá sig í ferðirnar og taka sénsinn. Skráningin er ekki bindandi en þá er a.m.k kominn listi yfir áhugasama þátttakendur og svo verður haft samband með 2ja - 3ja daga fyrirvara um hvort eða hvor ferðin verður farin. Mjög áríðandi að staðfesta þegar fólk fær póst um ferðina. FFA ætlar að prófa að hafa þennan háttinn á við þessar ferðir í samstarfi við fararstjórana.

Fararstjórn: Kristín Irene Valdemarsdóttir og Jón Marinó Sævarsson.

Brottför frá FFA, Strandgötu 23, á einkabílum.

Nánari upplýsingar og skráning hér.