- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Tíunda sunnudagsganga FFA var í dag 7. júlí. Þá gengu 20 manns saman í Krossanesborgum í svolitlum kalsa og norðanátt en létu það lítið á sig fá. Eftir gönguna komu flestir í kaffi hjá FFA og áttu góða stund saman við spjall. Fyrirhugað er að halda þessum göngum áfram og allir hvattir til að koma og taka með sér gesti, það eru allir velkomnir. Gengið er bæði innanbæjar og utan en miðað við 3-4 km í hvert skipti og klukkutíma göngu.