- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
7. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23 .
Fararstjóri: Sigurgeir Sigurðsson
Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn.
Þeistareykjabunga er ein stærsta dyngja landsins og eru upptök hennar í Stóravíti. Gangan hefst á Þeistareykjum og gengið að Litlavíti sem er mjög sérstakt, og áfram að Stóravíti. Síðan gengið á hæsta punkt Þeistareykjabungu, þaðan sem víðáttumikil hraun hafa runnið og er þar víðsýnt um svæðið.