Suðurárdalshnjúkur, 8. júlí. Ferð aflýst.

 Ekið er á einkabílum að Norðurá við Heiðarenda í Skagafirði og hefst gangan í um 300 metra hæð við gangnaskála Akrahrepps sem stendur við Norðurá.

Frá skálanum er gengið um 10 km löng leið inn Seljárdal sem er auðgengin eftir áreyrum og skriðum að rótum Suðurárdalshnjúks sem er í um 700 metra hæð.  Þá taka við nokkuð brattar brekkur upp Suðurárdalshnjúkinn og er um 4 km löng leið á toppinn og er hækkun á þeim kafla um 540 metrar.

Leiðin er alls um 30 km báðar leiðir og má ætla að gangan taki um 8-10 klst. og er ferðin aðeins fyrir vana ferðamenn.

Hægt er að skrá sig í ferðina í tölvupósti ffa@ffa.is eða hringja í síma 462 2720 milli kl.16 og 19, mánudaga-föstudaga.

 

 

 

 

 Fararstjóri er Rúnar Jónsson og brottför er frá skrifstofu FFA kl.8:00.

Verð kr.1.000.- fyrir félagsmenn en kr.1.300.- fyrir aðra.