- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Laugardaginn 24. apríl ætlar Ferðafélag Akureyrar að taka þátt í Stóra plokkdeginum í samstarfi við Akureyrarbæ. Félaginu hefur verið úthlutað svæðum til að hreinsa rusl á.
Mæting er við skrifstofu Ferðafélags Akureyrar að Strandgötu 23 kl. 9:30 laugardaginn 24. apríl. Ruslapokar verða á staðnum svo og nokkrar plokktangir en fólk er hvatt til að taka með sér tangir ef það á og hanska. Að plokkun lokinni verður boðið upp á smá hressingu í húsnæði FFA í Strandgötu.
Gaman væri að sjá sem flesta, fjölskyldur sérstaklega hvattar til að mæta. Árið 2019 var mjög góð þátttaka, vonandi verður það eins að þessu sinni.
FFA hvetur alla til að tína rusl hvenær sem er á ferðum sínum um bæinn.