- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Ertu byrjandi á utanbrautargönguskíðum og langar að fara í skíðagönguferðir? Ef svarið er já, þá er þetta námskeið fyrir þig.
Í ferðunum verður ekki gengið í troðnum brautum heldur verður reynt að fara ótroðnar slóðir.
Hvað eru utanbrautargönguskíði? Það eru gönguskíði sem eru breiðari en venjuleg brautarskíði og með stálköntum.
Námskeiðið hefst 20. janúar 2022 og stendur fram í febrúar. Það byggist upp á fimm kvöldferðum og tveimur dagsferðir.
Umsjónarmenn og fararstjórar eru Anna Sigrún Rafnsdóttir og Bryndís Indíana Stefánsdóttir.
Skráningu lýkur 14. janúar 2022. Nánari upplýsingar og skráning er hér.