Skálaverðir - sumarstörf

Skálaverðir - sumarstörf og sjálfboðaliðar

Ferðafélag Akureyrar leitar að skálavörðum til starfa í skálum félagsins í Laugafelli, Herðubreiðarlindum og Drekagili sumarið 2025.

Tímabil sem um ræðir er frá miðjum júní og fram í september.
Leitað er að fólki sem getur unnið stærstan hluta tímabilsins en einnig er möguleiki að ráða í styttri tíma.

Starfið felst m.a. í móttöku gesta, þrifum, veitingasölu og samskiptum við ferðaþjónustuaðila og fleiri. Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir ríkri þjónustulund, hafi góða tungu­málakunnáttu, sé lausnamiðaður, handlaginn og greiðvikinn.

Nánari upplýsingar um starfið veita þau Fjóla Kristín Helgadóttir, netfang fjola.k.helgadottir@gmail.com, og Einar Hjartarson
í síma 854-0247 eða í netfangi gjaldkeri@ffa.is.

Umsóknir sendist á netfangið ffa@ffa.is.

FFA leitar einnig að sjálfboðaliðum sem vilja taka að sér skálavörslu í Herðubreiðar­lindum.
Upplýsingar um það veita þau Einar og Fjóla.