Reistarárskarð–Flár.

Reistarárskarð–Flár. 1000 m. Skíðaferð. skidiskidi Myndir
24. maí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Anke Maria Steinke
Verð: kr. 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn.
Ferðin hefst við Freyjulund við Reistará. Þegar komið er upp í skarðið er stigið á skíðin og sveigt til suðurs og upp á Flár, hábungu fjallsins, þar sem gott útsýni er yfir Þorvaldsdalinn og fjöllin vestan við. Gengið suður eftir fjallinu eins og aðstæður leyfa, síðan haldið til baka norður í skarðið.
Vegalengd 18 km, gönguhækkun 950 m.