Raðganga þriðja ferð 27. ágúst: Arndísarstaðir-Helluvað ATH skráning til 24. ágúst

Söguferð/raðganga: Gengið í fótspor Theódórs Friðrikssonar bréfapósts
Theódór Friðriksson (1876-1948) var fæddur í Flatey á Skjálfanda og ólst upp við kröpp kjör á svæðinu milli Skjálfanda og Eyjafjarðar. Theódór ritaði ævisögu sína: „Í verum“ er kom út 1941. Í bókinni eru mjög skýrar lýsingar á lifnaðarháttum alþýðunnar á þessum tíma. Í bók sinni segir Theódór frá vetrarferð sem hann fór í janúar 1900 frá Þönglabakka í Þorgeirsfirði að Skútustöðum við Mývatn. Erindið var að flytja bréf frá prestinum á Þönglabakka til prófastsins á Skútustöðum. Theódór var fimm daga á leiðinni austur í Mývatnssveit.

Ferðafélag Akureyrar efnir til sögugöngu í ágúst 2023 til minningar um þessa póstferð Theódórs Friðrikssonar. Við ætlum að ganga megin hluta leiðarinnar í þremur áföngum:

Þriðja ferð
Sunnudagur 27. ágúst
Brottför kl. 8
með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Ekið að Arndísarstöðum í Bárðardal. Gengið þaðan eftir gamalli leið, Gullveginum, suðaustur yfir Fljótsheiði og Mývatnsheiði að Helluvaði í Mývatnssveit. Nær allt á góðum götutroðningum og bílslóðum.
Vegalengd 20 km. Gönguhækkun um 300 m.
Fararstjórn: Ingvar Teitsson
Verð: 12.000/13.500 kr. Innifalið: Fararstjórn og rúta.

Áætlaður tími ferða er aðeins viðmið og fer eftir hópnum og aðstæðum hverju sinni.

Búnaðarlisti

Skráning til 24. ágúst