- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Félagar í FFA athugið, þeir sem greitt hafa árgjald vegna 2021 í netbanka og eru búsettir á Akureyri og nágrenni eru vinsamlegast hvattir til að sækja Árbók FÍ og tímaritið Ferðir á skrifstofuna í Strandgötu 23 sem er opin alla virka daga frá kl. 14 til 17. Þeir sem ekki eiga heimabanka og vilja greiða á skrifstofunni eru líka velkomnir. Í ár er í fyrsta skipti gefið út rafrænt félagsskírteini fyrir félaga í FFA í samstarfi við Ferðafélag Íslands. Félagsmenn sem greitt hafa árgjaldið og eru með rétt netfang skráð hjá FFA eiga að hafa fengið tölvupóst frá passi.is með upplýsingum um hvernig sækja má skírteinið. Ef félagsmenn geta ekki nýtt sér rafrænt skírteini er einnig í boði að fá skírteini úr plasti.