- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Hópur fyrir fólk sem hefur áhuga á útiveru og fjallgöngum.
Gengið inn í haustið með FFA er fyrir fólk sem hefur einhverja reynslu af fjallgöngum eða er í ágætu gönguformi og langar að kynnast göngum í brattlendi betur. Göngurnar saman standa af þremur styttri göngum í nærumhverfi Akureyrar (2-3 klst.) og þremur lengri fjallgöngum (5-7 klst.).
Markmið hópsins verður að njóta fremur en þjóta og nýta göngurnar til að æfa sig og efla við ólík skilyrði hvað varðar veður og færð undir handleiðslu fararstjóra. Göngurnar henta engu að síður vel til að halda sér í góðu gönguformi eða bæta við sig styrk og þoli.
Fararstjórar leggja áherslu á að allir njóti sín, upplifi sig örugg og komi úr göngu full tilhlökkunar í þá næstu.
Allar ferðir og dagsetningar eru settar upp með fyrirvara um breytingar sökum veðurs eða færðar. Helgargöngurnar gætu farið yfir á sunnudaga ef veðurútlit er hagstæðara og einnig verður fjallstindur ákveðinn með tilliti til færðar, vindáttar og getustigs þátttakenda.
Hér má sjá áætlun fyrir ferðirnar.
Fésbókarsíða verður stofnuð fyrir hópinn þar sem veittar verða upplýsingar fyrir hverja ferð. Einnig er gott að nota síðuna til að bera upp spurningar, setja inn myndir og skoða myndir frá öðrum.
Verkefnið hefst 16. september og lýkur í lok október.
Lágmarksfjöldi: 12 þátttakendur.
Umsjónarmenn og fararstjórar eru: Áslaug Melax og Óskar Ingólfsson
Verð: 19.500 kr. fyrir félaga í FFA og FÍ. Makar félagsmanna greiða sömu upphæð. Fyrir aðra er verðið 22.900 kr. Greiða þarf þegar skráningu lýkur þann 14. september, krafa verður stofnuð í netbanka.
Hægt er að beina fyrirspurnum á netfangið ffa@ffa.is svo og hringja í síma 462 2720 á milli kl. 14 og 17. Fararstjórar svara einnig fyrirspurnum.
Fararstjórar:
Áslaug Melax aslaug@melax.com sími 897-3601
Óskar Ingólfsson oskariwild@gmail.com sími 896-4334