Næsta söguganga 21. ágúst: Ófeigsstaðir í Kaldakinn–Helgastaðir í Reykjadal

Söguganga III: Ófeigsstaðir í Kaldakinn–Helgastaðir í Reykjadal

Brottför kl. 09.00 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23, Akureyri.
Fararstjórn: Erla Sigurðardóttir og Ingvar Teitsson
Ekið á einkabílum að Ófeigsstöðum í Kaldakinn. Þaðan göngum við austur yfir brúna á Skjálfandafljóti og svo suður austurbakka Fljótsins að bænum Vaði. Sunnan Vaðs göngum við upp skógi vaxna brekku að tóftunum af Fossseli en þar átti Helga Sörensdóttir heima í 11 ár. Frá Fossseli fylgjum við götuslóðum suðaustur yfir Fljótsheiði. Á þeirri leið er fallegt útsýni yfir sveitirnar austan og vestan Fljótsheiðar. Við komum austur af heiðinni rétt norðan Helgastaða í Reykjadal. Hér gekk Helga til spurninga og ganga dagsins endar við heimreiðina í Helgastaði. Vegalengd: 12,5 km, lóðrétt hækkun 170 m. Ath: Selflytja þarf bíla milli Ófeigsstaða og Helgastaða. Áætlaður göngutími 4 klst.
Verð: 2.000/3.500 kr.

Þeim sem hentar betur að mæta beint á upphafsstað göngunnar (að Ófeigsstöðum, lagt af stað þaðan kl. 10:00) er bent á að hafa samband við skrifstofu FFA varðandi greiðslu. Skrifstofan er opin virka daga kl. 14:00-17:00. Netfang: ffa@ffa.is / sími: 462 2720

Skráning