- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Nípá í Út-Kinn-Náttfaravíkur: Fjallahjólaferð á rafhjóli
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Stefán Sigurðsson
Ekið að Nípá í Út-Kinn með hjól á kerrum. Síðan er lagt upp frá Nípá, hjólað upp grófan jeppaslóða og bak við fjallið Bakranga. Leiðin liggur síðan að Purkánni, farið yfir hana á brú og endað talsvert fyrir ofan Náttfaravíkur. Mikið útsýni til austurs og suðurs. Á þessari leið eru sprænur sem hjóla/vaða þarf yfir. Þetta er ferð fyrir þá sem eru komnir með talsverða reynslu af rafmagnsfjallahjólum. Þar sem hækkun er talsverð í báða enda þarf að huga að rafmagnseyðslu. Þeir sem eiga festingu fyrir hjól nota hana, aðrir geta fengið hjólin flutt á hjólakerru.
Vegalengd alls 37 km. Hækkun um 1000 m.
Verð: 5.000/6.500. Innifalið: Fararstjórn og flutningur á hjólum á hjólakerru fyrir þá sem þurfa.