Næsta ferð: Kerling – sjö tinda ferð 13. júlí

Kerling – sjö tinda ferð -1538 m.  skor skor skorskor

13. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjórar: Frímann Guðmundsson og Konráð Gunnarsson. Verð: 5.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn og rúta fram að Finnastöðum.
Gengið á hæsta fjall í byggð á Íslandi, Kerlingu í Eyjafirði. Ekið að Finnastöðum og farið þaðan á fjallið. Gengið norður eftir tindunum Hverfanda (1320 m), Þríklökkum (1360 m), Bónda (1350 m), Litla Krumma, Stóra Krumma, Syðri-Súlu (1213 m) og Ytri-Súlu (1144 m). Gengið niður í Glerárdalinn þar sem ferðin endar. Vegalengd um 20 km. Gönguhækkun 1440 m.
Þátttakendur eru beðnir um að mæta tímanlega á skrifstofu FFA. Þaðan verður farið á einkabílum á bílaplanið við Heimari-Hlífá (þar sem gangan endar) þar tekur rúta fólkið og ekur að Finnastöðum þar sem gangan hefst. Þeir sem eiga brodda er ráðlagt að taka þá með sér og ekki er öruggt að ná í vatn á leiðinni.

Munið að skrá ykkur hér