- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Hörgárdalsheiði
27. júlí. Brottför kl. 8 með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Una Þ. Sigurðardóttir. Verð:8.000/6.500. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið um Öxnadalsheiði að gömlu brúnni yfir Norðurá við Heiðarsporð. Gengið þaðan fram Norðurádal upp á Hörgárdalsheiði og niður með Hörgá að Staðarbakka í Hörgárdal þar sem göngufólk verður sótt. Vegalengd um 25 km. Mesta hæð 450 m. Heiðin var löngum aðalleiðin milli Norðurárdals og Hörgárdals og talin vera mun fjölfarnari en Öxnadalsheiði. Gott er að hafa vaðskó meðferðis. Vinsamlegast athugið að þar sem þetta er rútuferð er mjög mikilvægt að skrá sig í ferðina, í allra síðasta lagi á föstudag.
Munið að skrá ykkur hér