- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
9. september. Brottför kl. 8 í rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Verð: 13.500/13.000 Innifalið: Fararstjórn, akstur.
Gengin er forn þjóðleið frá Atlastöðum í Svarfaðardal upp að Stóruvörðu þar sem gönguskáli Svarfdæla er. Leiðin liggur eftir götuslóð niður í Heljardal þar sem þarf að vaða Heljará. Neðan við Heljarbrekkur er Kolbeinsdalsá sem vaða þarf yfir, (verður ferjað ef mikið vatn er í ánni). Þá er gengin vegslóð að eyðibýlinu Fjalli til móts við bílinn. Ef aðstæður leyfa verður staldrað við á Hólum.
Gangan tekur ca 8 tíma og er fremur auðveld. Gengið er eftir götum alla leið en þetta er þó fjallvegur sem liggur hæst í 865m.
Muna að taka með sér skjólföt og vaðskó
Einnig er mikilvægt að skrá sig í ferðina því farið er með rútu og þá þarf að nást lágmarksþátttaka til að ferðin verði farin.