Næsta ferð 6. ágúst: Uxaskarð-Héðinsfjörður

Uxaskarð - Héðinsfjörður

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Björn Z. Ásgrímsson
Gangan hefst við vegaslóða ofan við Brúnastaðaás. Gengið er fram Héðinsfjarðardal en fyrir botni dalsins er Uxaskarð (700m). Hvergi bratt fyrr en kemur undir skarðið. Í skarðinu sést vel niður Ámárdal, Ámárhyrnu og niður að láglendi innan við Héðinsfjarðarvatn. Sitt hvoru megin við skarðið bera við himin hæstu fjöll á fjallgarðinum milli Héðinsfjarðar og Fljóta, Almenningshnakki og Grænuvallahnjúkur, bæði um og yfir 900 m. Gengið er niður með Ámá eftir fallegu gili með fossum og flúðum. Síðan er vaðið yfir Héðinsfjarðará við ármótin og haldið út hlíðina að austanverðu í átt að munna Héðinsfjarðarganga. Staldrað verður við að tóftum eyðibýlanna Möðruvalla, Grundarkots og Vatnsenda. Vegalengd 16 km. Gönguhækkun 670 m.
Verð: 3.000/4.500. Innifalið: Fararstjórn.

Þeim sem hentar betur að mæta beint á upphafsstað göngunnar (við vegaslóða ofan við Brúnastaðaás) er bent á að hafa samband við skrifstofu FFA varðandi greiðslu. Skrifstofan er opin virka daga kl. 14:00-17:00. Netfang: ffa@ffa.is / sími: 462 2720

Skráning