Næsta ferð 5. nóvember: Þverbrekkuvatn

Þverbrekkuvatn

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Herdís Zophoníasdóttir
Ferðinni er aflýst.
Ekið sem leið liggur fram í Öxnadal að bænum Hálsi þar sem gangan hefst. Þægileg ganga fyrir alla í stórbrotnu umhverfi. Vatnið er í um 410 m hæð. Gengið er í móum og þúfum og því nauðsynlegt að vera vel skóaður. Gott að hafa göngustafi ef fólk er vant þeim.
Vegalengd alls um 4 km. Gönguhækkun 140 m.
Þátttaka ókeypis.